Almennt

Nýjast | A–Ö | Komdu mér á óvart!

2007

lo.
eitthvað sem þótti flott í góðærinu sem einkenndi árið 2007, hefur neikvæða merkingu og vísar til flottræfilsháttar og snobbs og á bæði við um hugmyndir og útlit eða tísku
Þau hreinsuðu allt út úr íbúðinni og innréttuðu alveg upp á nýtt, þetta var mjög 2007.
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +24
Fjöldi þumla: 30

fullorðins

lo.
e-ð sem er mjög gott, betra en venjulegt
Tækin í þessari líkamsræktarstöð eru sko fullorðins!
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +19
Fjöldi þumla: 33

nó breiner

no. kk.
eitthvað sem krefst ekki mikillar kunnáttu, er ekki krefjandi
þetta starf er alger nó breiner
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: -7
Fjöldi þumla: 9

gebba, gébba, gjebba

ao.
æðislega, ofsalega, stytting á geðbilaður
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: -22
Fjöldi þumla: 22

djókur

no. kk.
skrítla eða athugasemd, sögð í gríni
þetta var bara smá djókur, maður! Óþarfi að tryllast.
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +3
Fjöldi þumla: 15

tæja

no.kvk.
kona frá Tælandi
Frændi minn er giftur tæju.
Almennt notað
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +4
Fjöldi þumla: 46

kjafti

stytting á „haltu kjafti“
Kjaaaaaaaaaaafti!
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +20
Fjöldi þumla: 38

bremsufar

no. kk.
brúnn skítablettur í nærbuxum
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +20
Fjöldi þumla: 22

prumpa glimmeri

orðasamband
gera ekkert gagn
Siggi prumpaði glimmeri í vinnunni í dag
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +10
Fjöldi þumla: 34

Krónus

no.
lágvöruverðsverslun, samblanda af Bónus og Krónan, stundum notað sem samheiti yfir lágvöruverðsverslanir eða um aðra hvora þessara verslana
Ég tími ekki að kaupa þetta hér. Eigum við ekki bara að fara í Krónus?
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +2
Fjöldi þumla: 24