Tölvur og tækni

miga

no. kvk.
sjálfsmynd sem tekin er með því að rétta út arminn og beina myndavél eða snjallsíma að sjálfum sér og ef til vill fleira fólki (e. selfie)
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +4
Fjöldi þumla: 10

hleddari

no. kk.
hleðslutæki
Geturðu lánað mér hleddara?
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: -4
Fjöldi þumla: 8

snapp

no. hk.
skilaboð á samfélagsmiðlinum Snapchat
Sendi þér þrjú snöpp í gær
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +11
Fjöldi þumla: 11

insta

so.
taka mynd með snjallsímaforritinu Instagram
Ég sagði kúl, Instaði kartöfluna og setti hana niður í moldina.
Sjá: gramma
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: 0
Fjöldi þumla: 4

gramma

so.
taka mynd með snjallsímaforritinu Instagram
Jói grammaði herlegheitin.
Sjá: insta
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +2
Fjöldi þumla: 6

spjallsími

no. kk.
einfaldur farsími sem notaður er til að tala og senda skilaboð en ræður ekki við flóknari viðfangsefni eins og snjallsími
Nei, ég er ekki með Instagram. Ég er bara með spjallsíma.
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +25
Fjöldi þumla: 25

skæpa

so.
tala saman í gegnum samskiptaforritið Skype
Skæpaðu á mig í kvöld. Ég verð með skæpið opið ef þú vilt skæpast.
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +9
Fjöldi þumla: 11

skrimma

so.
þegar tvö lið spila tölvuleik í gegnum netið
Ég var að skrimma við Jóa og liðið hans, djöfull sökka þeir !
Í tölvumáli almennt
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +3
Fjöldi þumla: 15

endakall

no. kk.
síðasti óvinurinn í borðinu í ákveðnum gerðum tölvuleikja
mér tekst aldrei að drepa helvítis endakallinn!
hjá vinum
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +11
Fjöldi þumla: 11

trölla

so.
að gera sér upp skoðun eða skrá einhverskonar gabb á spjallrás eða Facebook í þeim tilgangi einum að vekja reiðiviðbrögð eða efna til illinda.
þetta er bara einhver vitleysingur að trölla.
í vinnunni
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +4
Fjöldi þumla: 8