Stjórnmál

þaulseti

no. kk.
forseti sem er lengi á forsetastóli, notað um Ólaf Ragnar Grímsson sem hefur setið tæp fimm kjörtímabil í embætti
Eða „Þaulseti Íslands!“ þegar herra Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnir að hann hafi ákveðið að láta undan óbærilegum þrýstingi fólksins í landinu og bjóða sig fram fjórða sinni?
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: 0
Fjöldi þumla: 2

Silfurskeiðabandalagið

no. hk.
ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks undir forsæti Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +13
Fjöldi þumla: 13

Jóbama

sn.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, myndað úr nafni hennar og Obama Bandaríkjaforseta því hún þótti gefa þjóðinni von þegar hún tók við embætti líkt og hann gerði í Bandaríkjunum
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +3
Fjöldi þumla: 11

sossi

no. kk.
sósíalisti, jafnaðarmaður
Nú er hann sossi? Ég hélt að hann væri kommi.
félagslega kerfið, t.d. atvinnuleysis- eða örorkubætur
Maður þarf ekkert að vinna hérna, er bara á sossanum og hefur það fínt!
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: -2
Fjöldi þumla: 16

Gnarrenburg

sn.
Reykjavík, í borgarstjóratíð Jóns Gnarrs
Það er gott að búa í Gnarrenburg!
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +21
Fjöldi þumla: 39

Helferðarstjórnin

sn. kvk. m/gr.
ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna sem kölluð hefur verið norræn velferðarstjórn, notað af andstæðingum stjórnarinnar sem telja hana ekki hafa sinnt velferð
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +3
Fjöldi þumla: 47

Spessi

sn. kk.
sérstakur saksóknari, Ólafur Þór Hauksson, stytting á „special prosecutor“
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +9
Fjöldi þumla: 21

Skattgrímur

sn.kk.
Steingrím J. Sigfússon, vísar til skattahækkana í hans tíð sem fjármálaráðherra
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +14
Fjöldi þumla: 60

drottningarviðtal

no.hk.
viðtal þar sem stjórnmálamaður fær að mæta einn og þarf því ekki að svara pólitískum andstæðingum sínum, er oft tekinn silkihönskum og fær að láta dæluna ganga gagnrýnislaust, líklega má rekja uppruna orðsins til þess tíma þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra og vildi ekki mæta andstæðingum sínum í viðtölum
Ætla má að ráðherrann vilji með þessu halda sig ofan og utan við það sem stundum er kallað pólitískt karp og þannig sýna fjarlægð og virðuleik, sbr. drottningarviðtölin hans, en svo er ekki.
Rannveig Guðmundsdóttir, Morgunblaðið, 10. febrúar 2001
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +28
Fjöldi þumla: 36

skrúðkrimmi

no.kk.
útrásarvíkingur
Hann er algjör skrúðkrimmi.
Í áramótaskaupinu (Halldór E. Högurður)
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +268
Fjöldi þumla: 318