Útlit og tíska

prófljóta

no. kvk.
ástand sem fólk kemst í þegar það er í próflestri, er svefnlítið, drekkur mikið kaffi og borðar bara skyndibita, er illa til haft og klæðist einkum jogging-göllum
Ég er með svo mikla prófljótu að ég get ekki látið sjá mig meðal manna.
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +42
Fjöldi þumla: 50

tanþráður

no. kk.
g-strengur, efnislitlar nærbuxur
Hún náði góðri brúnku um allan kroppinn, enda var hún í tanþræði einum fata.
í útvarpi og á neti, Höf: Halldór Högurður.
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +42
Fjöldi þumla: 50

pípari

no.kk.
rassskora sem sést þegar buxur sitja neðarlega
Hysjaðu upp um þig buxurnar, þú ert með pípara!
Sjá: plömmer
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +5
Fjöldi þumla: 11

sportrönd

no.kvk.
hárlína sem liggur frá nafla niður að kynhárum
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +25
Fjöldi þumla: 27

björgunarhringur

no.kk.
fita sem sest á miðjan búkinn fyrir ofan mitti og lítur út eins og björgunarhringur
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +38
Fjöldi þumla: 46

kókbotnar

no.kk.
mjög þykk gleraugu, eins og þykkur botninn á kókflöskum úr gleri
mikið notað fyrir ca. 20 árum
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +12
Fjöldi þumla: 16

hormotta

no. kvk.
yfirvaraskegg
Ógeðsleg þessi hormotta hjá þýska þjálfaranum.
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +39
Fjöldi þumla: 53

plömmer

no.kk.
rassskora sem sést þegar buxur sitja neðarlega (e. plumber)
Eitt af því sem hefur alltaf angrað okkur við low-cut buxur er „plömmerinn“ sem birtist þegar þú annaðhvort sest eða beygir þig fram.
http://pjattrofur.eyjan.is/2010/06/18/samfella-yfir-plommer-bommerinn
Sjá: pípari
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +20
Fjöldi þumla: 22

anó

lystarstol, stytting á anorexia
sælir spekkiði gugguna hvað er að frétta? æj já hún er með anó
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: -28
Fjöldi þumla: 52

múffutoppur, möffinstoppur

no.kk.
þegar fólk er í þröngum buxum og fitan flæðir yfir buxnastrenginn líkt og þegar múffa (e. muffin) flæðir yfir formið sem hún er í
Sjáðu múffutoppinn á þessari – sætt!
Akranesi
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +39
Fjöldi þumla: 45