Fjölmiðlar

svikmynd

no. kvk.
leikin sjónvarps- eða kvikmynd sem er látin líta út fyrir að vera sönn heimild (e. mockumentary)
Nína segir vera grósku í svikmyndaforminu, enda sé um að ræða einhverskonar frænda spunaleikhefðarinnar.
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +4
Fjöldi þumla: 4

Dagblað dauðans

sn.
Morgunblaðið, vegna fjölda minningargreina í blaðinu
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +2
Fjöldi þumla: 4

smelludólgur

no. kk.
blaðamaður á vefmiðli eða bloggari sem reynir að vekja athygli lesenda með krassandi fyrirsögn og fá þá til að smella á tengil
Björn Jörundur Friðbjörnsson stakk upp á þessu orði
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +13
Fjöldi þumla: 13

fá sér á Broddann

hlusta á útvarpsfréttir (sem gjarnan eru lesnar af Brodda Broddasyni)
Klukkan er að verða tvö. Eigum við ekki að fá okkur á Broddann?
Tíðkast meðal starfsmanna Ekki spurningar ehf., útgefanda spurningaspilanna Spurt að leikslokum
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +24
Fjöldi þumla: 24

Lekandinn

sn.
WikiLeaks, heimasíða sem birtir skjöl sem hefur verið lekið til hennar
Lekandinn var að birta ný skjöl í dag.
Rás 2
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +1
Fjöldi þumla: 9

Dogginn, DOgginn

sn. kk.
Mogginn, Morgunblaðið, eftir að Davíð Oddsson (DO) varð ritstjóri
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: -13
Fjöldi þumla: 59

Útvarp Alzheimer

sn.
Rúv
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: -17
Fjöldi þumla: 53

skúbba

so.
birta nýja (og einatt krassandi) frétt
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +16
Fjöldi þumla: 24

papparass

no. kk.
ljósmyndari sem eltir uppi stjörnur og tekur myndir af þeim í leyfisleysi (ít./e. paparazzi)
Ég íhugaði að hringja í Mikael Torfason og láta hann senda papparass á hana, en hætti við af eintómri góðmennsku og tillitsemi við Júlíu. (Um Juliu St
http://www.this.is/drgunni/gerast0404.html
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +13
Fjöldi þumla: 21

Despó

sn.
sjónvarpsþátturinn Desperate Housewives
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +11
Fjöldi þumla: 25