skrúðkrimmi

no.kk.
útrásarvíkingur
Hann er algjör skrúðkrimmi.
Í áramótaskaupinu (Halldór E. Högurður)
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +268
Fjöldi þumla: 318

7 pælingar

 1. Tómas Malmberg segir:

  Að aflima mann. Taka Múslima og kristna hann= Aflima

  UN:F [1.8.1_1037]
  Einkunn: -46
  Fjöldi þumla: 86
 2. Árni Sveinn Fjölnisson segir:

  Skrúðkrimmi: Glæpamaður sem felur sig á bakvið embætti, völd eða fé.

  UN:F [1.8.1_1037]
  Einkunn: +10
  Fjöldi þumla: 30
 3. Halldór E. Högurður segir:

  Nei Árni, þetta er einfaldlega sá sem stelur sér ekki til matar heldur til að kaupa allskonar pjátur og prjál, Range Rover, einkaþotu, áberandi furðufatnað, úr og skartgripi fyrir milljónir. Þetta er þessi tegund manna sem er svo innandauð að hún þarf að hlaða sig skrauti og kaupir sér stundir með listamönnum til að finnast hann vera maður með mönnum. Orðið er nokkuð gegnsætt, skrúð líkt og í skrúðganga, skrúðgarður og svo framvegis. Skrítna er að sumir bera meiri virðingu fyrir skrúðkrimmum en öðru fólki, þeir hafa ekki áunnið sér hana og nær væri kannski að vorkenna skrúðkrimmum því sumir þeirra verða landflótta það sem þeir eiga eftir ólifað.

  UN:F [1.8.1_1037]
  Einkunn: +63
  Fjöldi þumla: 73
 4. gulla grænjaxl segir:

  skrúðkrimmi = alþingismaður sem veit ekkert hvað hann er að tala um og gerir ekki neitt í neinu

  UN:F [1.8.1_1037]
  Einkunn: -30
  Fjöldi þumla: 36
 5. Benjamín segir:

  Þetta er sambærilegt við enska “white collar criminal”.

  UN:F [1.8.1_1037]
  Einkunn: +10
  Fjöldi þumla: 24
 6. Einar Jón segir:

  Og ég sem hélt að “white collar criminal” væri prestur…

  UN:F [1.8.1_1037]
  Einkunn: +12
  Fjöldi þumla: 20
 7. Arnor Bogason segir:

  Það sem heitir upp á ensku “white collar criminal” hefur verið kallað hvítflibbaglæpamaður.

  UN:F [1.8.1_1037]
  Einkunn: +1
  Fjöldi þumla: 17

Vantar uppá skýringuna?

Hvað merkir orðið skrúðkrimmi í þínum huga? Settu inn þína pælingu, nýja skýringu eða gerðu athugasemd hér að neðan. Þekkir þú hins vegar annað schnilldar orð skaltu smella hér!