Skrílræði (6. nóvember 2010)

Beint lýðræði, alveldi öreiganna.
Þegar Búsáhaldabyltingin stóð sem hæst tók hluti mótmælenda stimpilinn ’skríll’ til sín og kröfðust skrílræðis.
VN:F [1.8.1_1037]
Einkunn: +1
Fjöldi þumla: 3

Ein pæling

  1. Baldur Kolbeinn Halldórsson segir:

    Beint lýðræði þarf ekki endilega að vera skrílræði. „Skrílræði“ vísar til skrílsláta og þannig líka múgæsings. Menn og konur hafa tilhneigingu til að láta æsa sig upp og áfram án þess að taka sér ígrundaða afstöðu. Hópur slíks fólks er kallaður æstur múgur eða skríll. Lýðræði gerir þá kröfu til borgara sinna að þeir ígrundi skoðanir sínar og kjósi af ígrundaðri sannfæringu sinni og taki mið af fleiru en aðeins einkahagsmunum, hvort sem borgarar kjósi beint um stjórnmál ríkisins eða kjósi fulltrúa til þess. Skrílræði er það kallað þegar kjósendur eru æstir í afstöðum sínum og lausir við yfirvegaða ígrundun. Þó eru „skríll,“ „lýður,“ „múgur,“ og „fólk“ samheiti í vissum skilningi en slangurorðið „skrílræði“ byggir á skoðanaæsingnum sem „skríll“ er hlaðið.

    UN:F [1.8.1_1037]
    Einkunn: 0
    Fjöldi þumla: 0

Vantar uppá skýringuna?

Hvað merkir orðið Skrílræði í þínum huga? Settu inn þína pælingu, nýja skýringu eða gerðu athugasemd hér að neðan. Þekkir þú hins vegar annað schnilldar orð skaltu smella hér!